Fara í innihald

Geirfuglasker (Reykjanesi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geirfuglasker er lítið sker skammt frá Reykjanesi í Gullbringusýslu. Eins og nafnið bendir til var skerið nytjað til veiða á geirfugli. Í þjóðsögunni um Rauðhöfða er talað mikið um Geirfuglasker. Geirfuglasker kemur mikið við sögu í kvæðinu Útnesjamönnum eftir Ólínu Andrésdóttur. Því lýkur á orðunum:

Nú eru þau sokkin í sæ, þessi sker;
enginn geirfugl heldur
til í heiminum er.
En sjómönnunum sunnlensku með siglandi fley
reist hafa þau bautastein,
sem brothætt mun ei.
Þjóðin geymir söguna öld eftir öld;
minning hennar lýsir
eins og kyndill um kvöld.


  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.