Fara í innihald

Geimher Bandaríkjanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni geimhersins kynntur á skrifstofu Bandaríkjaforseta 2019.

Geimher Bandaríkjanna er geimher Bandaríkjahers, einn af sex heröflum Bandaríkjanna og ein af átta einkennisþjónustum Bandaríkjanna. Geimherinn er auk þess eini sjálfstæði geimher heims, eins og sakir standa. Geimherinn heyrir undir flughermáladeild varnarmálaráðuneytisins. Geimherinn er minnsti herafli Bandaríkjanna, með tæplega 5.000 liðsmenn og 77 geimför á sínum snærum.

Geimherinn á rætur að rekja til Geimstjórnstöðvar bandaríska flughersins sem var komið á fót árið 1982. Hlutverk stjórnstöðvarinnar var að sjá um gervihnattaþjónustu hersins. Sérstakur geimher var þó ekki formlega stofnaður fyrr en Donald Trump undirritaði Lög um bandaríska geimherinn 20. desember 2019.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.