Fara í innihald

Sikileyjarvörn, Najdorf, Gautaborgar afbrigðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Gautaborgar afbrigði)
abcdefgh
8
a8 svartur hrókur
b8 svartur riddari
c8 svartur biskup
d8 svört drottning
e8 svartur konungur
h8 svartur hrókur
b7 svart peð
e7 svartur biskup
f7 svart peð
a6 svart peð
d6 svart peð
e6 svart peð
f6 svartur riddari
h6 svart peð
g5 svart peð
d4 hvítur riddari
e4 hvítt peð
f4 hvítt peð
h4 hvítur biskup
c3 hvítur riddari
f3 hvít drottning
a2 hvítt peð
b2 hvítt peð
c2 hvítt peð
g2 hvítt peð
h2 hvítt peð
a1 hvítur hrókur
e1 hvítur konungur
f1 hvítur biskup
h1 hvítur hrókur
8
77
66
55
44
33
22
11
abcdefgh
Sikileyjarvörn, Najdorf afbrigði:
Leikir: 1.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 a6 6.Bg5 e6 7.f4 Be7 8.Df3 h6 9.Bh4 g5!?
ECO kóði: B98

Gautaborgar afbrigðið eða argentínska afbrigðið kemur upp í gamla aðalafbrigði Najdorf afbrigðis Sikileyjarvarnar. Staðan kemur upp eftir leikina:

1.e4 c5
2.Rf3 d6
3.d4 cxd4
4.Rxd4 Rf6
5.Rc3 a6
6.Bg5 e6
7.f4 Be7
8.Df3 h6
9.Bh4 g5!?

Hér er algengast að hvítur leiki fxg5 og að svartur fylgi eftir með Rfd7 með hugmyndina að koma riddaranum fyrir á e5 þar sem hann stendur vel. Þegar riddarinn er kominn frá biskupnum er g-peð hvíts leppur og undir svo mikilli pressu að svartur kemst upp með að bíða með að endurheimta peðið.

Samkvæmt ChessBase var afbrigðið fyrst teflt árið 1955 af Helga Ólafssyni með hvítt og Herman Pilnik með svart í Reykjavík. Þar lék Pilnik gambítnum 10.fxg5 hxg5?! 11.Bxg5. Helgi sigraði þá skák og hefur gambíturinn sjaldan verið endurtekinn síðan.

Á heimsmeistaramóti landsliða í sveitakeppni sem fór fram í Gautaborg árið 1955 kepptu sveitir Sovétríkjanna og Argentínu í fjórtándu umferð. Sveit Argentínu samanstóð af áðurnefndum Herman Pilnik, Miguel Najdorf sem Najdorf afbrigðið er kennt við og Oscar Panno en þeir höfðu svart. Sveit Sovétmanna var skipuð af Efim Geller, Paul Keres og Boris Spassky. Þannig fór að á öllum borðum var Gautaborgarafbrigðið teflt og Sovétmennirnir fundu allir leikina 10.fxg5 Rd7 11.Rxe6 fxe6 12.Dh5+ Kf8 13.Bb5! og endaði þannig að Sovétríkin unnu öruggan 3-0 sigur.

Seinna stakk Fischer upp á 13...Hh7! sem enginn argentínumannanna fann og er það nú til dags talið fullgilt svar við mannsfórninni 11.Rxe6.

Þrátt fyrir uppgötvun Fischers er afbrigðið sjaldséð og ekki teflt í kappskák nema nokkrum sinnum á ári. Nokkrir mjög góðir skákmenn hafa þó beitt afbrigðinu með góðum árangri og má þar nefna Agdestein,Kupreichik,Cheparinov,Shabalov og Al Modiahki.

Skákirnar úr viðureign Sovétríkjanna og Argentínu í Gautaborg, 1955: