Fara í innihald

Gaumstol

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gaumstol er taugasjúkdómur sem yfirleitt stafar af heilaskemmd í hægra hvirfilblaði. Helsta einkenni gaumstols er að sjúklingurinn veitir hlutum vinstra megin við sig litla athygli, gefur þeim svo að segja engan gaum. Þetta getur til dæmis valdið því að gaumstolssjúklingar gleyma að klára matinn vinstra megin á diskinum sínum, eða klæða sig einungis í hægri ermina á peysunni sinni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.