Heilaskemmd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heilaskemmd getur orsakast af ýmsum ástæðum, t.d. vegna súrefnisskorts, hluta af rannsókn (þá er heilaskemmdin búin til af vísindamönnum), eða vegna skurðaðgerðar sem er gerð í því skyni að breyta hegðun sjúklingsins.

Þegar heili dýra er skemmdur í rannsóknarskyni er skoðaður árangur dýrsins í ákveðnum prófum miðað við próf sem voru gerð fyrir heilaskemmd.

Afar sjaldgæft er að heili manna sé skemmdur viljandi, það er þá alltaf í því skyni að reyna að bæta hegðun sjúklingsins þegar allt annað hefur brugðist.

Heilaskemmdir manna geta haft áhrif á bæði vitsmuni og persónuleika. Hjá dýrum getur komið fram breytt hegðun.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.