Gattaca

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gattaca kvikmynd og vísindaskáldsaga frá árinu 1997. Handritshöfundur og leikstjóri er Andrew Niccol. Í kvikmyndinni leika Ethan Hawke og Uma Thurman með Jude Law, Loren Dean, Ernest Borgnine, Gore Vidal og Alan Arkin í aukahlutverkum. Kvikmyndin fjallar út frá sjónarhorni lífpönks (e. biopunk vision) um framtíðarsamfélag þar sem driffjöður alls er erfðafræði þar sem væntanleg börn eru getin gegnum genaval þar em þau eru með bestu erfðaeiginleika foreldra. Aðalpersóna myndarinnar er Vincent Freeman sem leikinn er af Hawke. Freeman var getinn utan hins genabótakerfisns og villir á sér heimildir til að forðast mismunun því hann dreymir um að vera geimfari.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]