Fara í innihald

Gatklettur (Snæfellsnesi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gatklettur á Snæfellsnesi

Gatklettur er sérkennilegur sjávarklettur nálægt Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hann er leifar af berggangi þar sem sjórinn hefur rofið sérstætt gat á bergganginn. Mikið fuglalíf og brim er á við klettinn. Vinsæl gönguleið liggur milli Hellna og Arnarstapa meðfram ströndinni og er þar farið framhjá Gatkletti.

  • „Vesturland - Afþreying og staðir“. Sótt 8. júlí 2010.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.