Gasparo Tagliacozzi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Gasparo Tagliacozzi.

Gaspare Tagliacozzi (mars 15457. nóvember 1599) var ítalskur skurðlæknir og brautryðjandi í lýtalækningum. Hann fæddist í Bologna og hóf nám í læknisfræði árið 1565 við Háskólann í Bologna. Árið 1568 hóf hann störf í Spítala dauðans en það var eins konar rannsóknarstofa sem stafrækt var af bræðralagi Dauðans en það félag fékkst við að heimsækja fangelsi og hughreysta þá sem höfðu verið dæmdir til dauða. Tagliacozzo náðu í gegnum þetta bræðalag í lík af föngum til að kryfja. Hann endurbætti verk sikileyska skurðlæknisins Gustavo Branca og sonar hans Antonio og þróaði svonefnda ítalska aðferð við endurgerð á nefjum. Aðalritverk hans er De Curtorum Chirurgia per Insitionem frá árinu 1597 en það fjallar um skinnágræðslur.

Upphafleg skýringarmynd á nefígræðslu sem nú er nefnd ítalska aðferðin.

Ítalska aðferðin við nefágræðslur[breyta | breyta frumkóða]

Þessi aðferð er talin fundin upp af skurðlæknunum Gustavo Branca og syni hans Antonio sem bjuggu í Catania í kringum 1400. Gustavo Branca notaði skinnfellingar frá kinnum og nokkrum árum síðar þá notaði sonur hans Antonio Branca skinn frá handleggjum til skinnágræðslu á nef. Verið getur að þessar lýtalækningar hafi borist til Ítalíu úr ritinu Sushruta Samhita sem var þýtt á arabísku á 9. öld og borist þannig til Branca.Þessu ferli var lýst af Andreas Vesalius (1514 – 1564) sem þó fór rangt með þegar hann ráðlagði að nota vöðva og skinn á handlegg til að laga nefið. Ítalska aðferðin var gagnrýnt fyrir það að sá sem átti að græða nýtt nef á varða að vera í margar vikur með handlegg hertan saman við andlit og samt engin trygging fyrir að aðgerðin heppnaðist.