Garda-vatn
Útlit
(Endurbeint frá Gardavatn)
45°38′N 10°40′A / 45.633°N 10.667°A
Garda-vatn (ítalska: Lago di Garda) er stærsta stöðuvatn Ítalíu. Það er í Langbarðalandi við rætur Alpafjalla, um miðja vegu frá Brescia og Verona. Bærinn Garda er við vatnið sjálft. Margar eyjar eru á vatninu en eru fimm stærstar. Sú stærsta er Isola del Garda, þar stofnaði Frans frá Assisí klaustur árið 1220. Milt loftslag er við vatnið og er það fjölfarinn ferðamannastaður.