Garðar Olgeirsson - Meira fjör

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Garðar Olgeirsson - Meira fjör
Forsíða Garðar Olgeirsson - Meira fjör

Bakhlið Garðar Olgeirsson - Meira fjör
Bakhlið

Gerð SG - 113
Flytjandi Garðar Olgeirsson
Gefin út 1978
Tónlistarstefna Harmonikulög
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur

Garðar Olgeirsson - Meira fjör er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1978. Á henni leikur Garðar Olgeirsson lög á harmoniku. Upptaka, hljóðblöndun og frágangur var unninn af Garðari Olgeirssyni, Hljóðrita og Pétri Steingrímssyni. Ljósmynd á framhlið tók Halldór Gestsson


Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Meira fjör - polki - Lag - Bjarni Böðvarsson Hljóðdæmi 
 2. Marsúrki - Lag - Jóhannes Jóhannesson
 3. Coquette - polki - Lag - Pietro Frosini
 4. Á valdi minninganna - vals - Lag - Garðar Olgeirssons
 5. Skútu-skottís - Lag - Bjarni Böðvarsson
 6. Variations-polki - Lag - Chr. Liebak
 7. Elvira - vals - Lag - Pietro Deiro
 8. Frilufts liv - marsúrki - Lag - Höfundur ókunnur
 9. Shinka Bazara Mars - Lag - Ragnar Sundquist
 10. Glittrende vågor - vals - Lag - Per Edberg
 11. Migliavacca - marsúrki - Lag - V. Arienzo
 12. Pee Wee polki - Lag - Myron Floren


Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Garðar Olgeirsson, harmonikuleikari, sem hér leikur á sína fyrstu stóru einleiksplötu, er í hópi hinna yngri harmoniku-leikara, fæddur 1944.

Sextán ára gamall hóf Garðar nám í klarinetleik við Tónlistarskóla Árnessýslu eftir að hafa leikið eftir eyranu á harmoniku allt frá tíu ára aldri. Síðan var hann við framhaldsnám í klarinetleik hjá hinum landsþekktu klarinetleikurum Vilhjálmi Guðjónssyni og Gunnari Egilson.

En jafnframt námí á klarinettið var Garðar við nám í harmonikuleik hjá hinum kunna kennara á það hljóðfæri, Karli Jónatanssyni. Á síðari hluta þessara námsára fór Garðar að leika fyrir dansi, fyrst með hljómsveit Óskars Cortes og síðan með hinum og þessum hljómsveitum og um skeið stóð hann fyrir eigin hljómsveit. Garðar Olgeirsson hefur einkum sérhæft sig í gömlu dönsunum en einnig farið nokkuð inn á einleikssviðið, en hvorutveggja má sjá á þessari plötu, vandmeðfarin einleikslög og síðan hinn gamalkunna skandinaviska gömludansatakt — og til að hvorutveggja njóti sín til fulls koma engin aukahljóðfæri við sögu á plötunni. Lögin kannast flestir við, t.d. íslenzk lög eftir hina þekktu harmonikuleikara Bjarna Böðvarsson og Jóhannes Jóhannesson og síðan lög eftir Deiro og Frosini, sem samið hafa mikið af einleiksverkum fyrir harmoniku.

Harmonikan hefur verið vinsælasta hljóðfærið á Íslandi í heila öld, en það er hins vegar ekki fyrr en hin allra síðustu ár, að plötur með íslenzkum harmonikuleikurum fara að koma á markaðinn. Þessari plötu Garðars Olgeirssonar ber að fagna, munu hinir fjölmörgu aðdáendur harmonikunnar um land allt áreiðanlega finna eitthvað við sitt hæfi og sér til ánægju.