Gamergate

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gamergate er hreyfing á netmiðlum sem byrjaði út af áhyggjum tölvuleikjaspilara um hlutleysi fjölmiðla í tölvuleikjaiðnaðinum þegar kom að umfjöllun þeirra um tölvuleiki. Árið 2014 þróaðist hreyfingin í hatursorðræðu gegn fjölmiðlum og sumum femínistum sem gagnrýndu tölvuleikjaiðnaðinn.[1]

Uppruni[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir 2014 höfðu leikjaspilarar lengi verið ósáttir við umfjöllun um tölvuleiki í fjölmiðlum ekki síst vegna þess að fjölmiðlar virtust vera búnir að rækta sterkt samband milli sín og tölvuleikjaframleiðanda. Það var áhyggjuefni að fjölmiðlar voru að forgangsraða hagsmunum fyrirtækjanna sem markaðsettu leiki sína á vefsíðum þeirra og það hefði áhrif á gagnrýni þeirra á vissa leiki.[2] Árið 2007 var Jeff Gerstmann, áberandi leikjagagnrýnanda, sagt upp á leikjafréttavefsíðunni GameSpot fyrir að hafa skrifað neikvæða gagnrýni á leik sem hafði verið auglýstur mikið á vefsíðunni.[3]

Á fyrri hluta fyrsta áratugar 21. aldar fundu margir leikjaspilarar fyrir því að fjölmiðlar í iðnaðinum voru að taka pólitíska afstöðu til þess hvernig þeir gagnrýndu leiki út frá svokallaðri pólitískri rétthugsun. Þessi pólitíska rétthugsun ásamt málum eins og Gerstmann-málinu hjálpaði til að valda gagnkvæmri andúð milli fjölmiðla og leikjaspilara sem versnaði árið 2014.[4]

Hatursorðræða[breyta | breyta frumkóða]

Frá og með ágúst 2014 var eineltisátaki beint að nokkrum konum í tölvuleikjaiðnaðinum; einkum leikjahönnuðunum Zoë Quinn og Brianna Wu, og femínístanum Anita Sarkeesian.[5] Þann 14. febrúar 2013 gaf Zoë Quinn út leikinn Depression Simulator sem hlaut mikið lof gagnrýnenda. Leikurinn var óvenjulegur á þann hátt að þátttaka snerist eingöngu um lestur og ákvarðanir um hvernig sagan ætti að fara. Gagnrýnendur hrósuðu leiknum aðallega fyrir hvernig hann tæklaði flókið málefni. Leikurinn náði hins vegar ekki að höfða eins mikið til hins hefðbundna leikjaspilarahóps. Þetta breikkaði gjána milli leikjafjölmiðla og spilara.[6]

Í ágúst 2014 skrifaði Eron Gjoni, fyrrverandi kærasti Quinn, móðgandi bloggfærslu um Quinn þar sem hann sakaði hana ranglega um ósiðlegt samband við blaðamanninn Nathan Grayson sem vann fyrir leikjasíðuna Kotaku.[7] Bloggfærslan staðfesti fyrir fram ákveðnar hugmyndir leikjaspilara um að leikjafjölmiðlar væru spilltir og #gamergate byrjaði að dreifast á samfélagsmiðlum til þess að berjast gegn þeirri spillingu. Gamergate höfðaði mikið til hægri manna sem litu svo á að spillingin í leikjafjölmiðlum væri tengt stefnu vinstri manna til þess að taka yfir leikjamenningu og kúga fólk með pólitískri rétthugsun.[8] Blaðamenn og leikjahönnuðir eins og Brianna Wu og Anita Sarkeesian sem tóku upp hanskan fyrir Zoë Quinn og byrjuðu að gagnrýna kynjamismunun innan tölvuleikjaiðnaðarins urðu fyrir hatursorðræðu stuðningsmanna Gamergate. Eineltisherferðir gegn Quinn og öðrum fólu í sér hótanir um nauðganir og líflát.[9]

Gamergaters[breyta | breyta frumkóða]

Talsmenn Gamergate (Gamergaters) hafa lýst því yfir að þeir hefðu enga opinberan leiðtoga eða stefnuskrá. Stuðningsmenn Gamergate nota dulnefni á netmiðlum eins og 4chan, Internet Relay Chat, Twitter og Reddit. Yfirlýsingar sem koma frá fulltrúum Gamergate hafa verið ósamræmanlegar sem hefur gert fréttaskýrendur erfitt að greina markmið og hvatir. Stuðningsmenn Gamergate sögðu að siðlaust samráð væri á milli fjölmiðla, femínista og vinstri manna.[10]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Golbeck, Jennifer (20. júlí 2018). Online Harassment (enska). Springer. ISBN 978-3-319-78583-7.
  2. Cheong, Ian Miles (21. ágúst 2019). „The Real History of GamerGate“. Human Events (bandarísk enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  3. „Jeff Gerstmann Explains His Departure From Gamespot | The Escapist“. v1.escapistmagazine.com (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 16. nóvember 2020. Sótt 25. nóvember 2020.
  4. „Gamergate: a brief history of a computer-age war“. the Guardian (enska). 11. janúar 2015. Sótt 25. nóvember 2020.
  5. „A People's History of GamerGate“. A  People's  History of  GamerGate. Sótt 25. nóvember 2020.
  6. Parkin, Simon. „Zoe Quinn's Depression Quest“. The New Yorker (bandarísk enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  7. ZACHARY JASON (2015). „Game of Fear“. Boston Magazine.
  8. „Gamergate's vicious right-wing swell means there can be no neutral stance“. the Guardian (enska). 13. október 2014. Sótt 25. nóvember 2020.
  9. EDT, Taylor Wofford On 10/25/14 at 12:32 PM (25. október 2014). „Is GamerGate About Media Ethics or Harassing Women? Harassment, the Data Shows“. Newsweek (enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  10. Cheong, Ian Miles (21. ágúst 2019). „The Real History of GamerGate“. Human Events (bandarísk enska). Sótt 25. nóvember 2020.