Tacoma Narrows-brúin (1940)
Tacoma Narrows-brúin (Galloping Gertie) | |
---|---|
Mynd af hruni brúarinnar | |
Gerð | Hengibrú |
Spannar lengst | 853,4 m (2.800 fet) |
Samtals lengd | 1.810,2 m (5.939 fet) |
Bil undir | 59,4 m (195 fet) |
Opnaði | 1. júlí 1940 |
Hrundi | 7. nóvember 1940 |
Upprunalega Tacoma Narrows-brúin var opnuð 1. júlí 1940 og hrundi 7. nóvember sama ár. Brúin er einnig þekkt sem Galloping Gertie vegna sterkra vinda á svæðinu. Hengibrúin spannaði Tacoma Narrows-sund á milli Tacoma og Kitsap-skaga í Washingtonfylki í Bandaríkjunum. Önnur brú var byggð sem arftaki hennar á sama stað árið 1950 og árið 2007 var sú nýjasta reist samhliða hinni.
Hrun brúarinnar hafði varanleg áhrif á vísindi og verkfræði. Ófáar kennslubækur í eðlisfræði skýra frá atburðinum sem afbragðs dæmi um neydda hljómun þar sem vindurinn veitti lotubundna tíðni sem jafngilti eigintíðni brúarinnar. Hrunið leiddi einnig til aukinna rannsókna á vængsniðum brúa með tilliti til loftstreymis, en þær rannsóknir höfðu mikil áhrif á hengibrúarsmíði eftir 1940.
Á þeim stutta tíma sem brúin stóð uppi var hún þriðja lengsta hengibrú heims, á eftir Golden Gate-brúnni og George Washington-brúnni.
Hrun Tacoma Narrows-brúarinnar | |
---|---|