Fara í innihald

Gaia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gaia, Gaja eða Ge (forngrísku: Γαῖα eða Γη) eða móðir jörð er nokkurs konar persónugervingur jarðar og var í fyrstu talin eitt helsta goðmagn grískrar goðafræði. Hún var dóttir Kaosar.

Það kvað aldrei mikið að dýrkun hennar, því að goð sem gædd voru enn meiri persónulegum þrótti, yfirskyggðu hana, t.d. Rhea, Hestía, Demetra og Þemis. Meira bar á dýrkun Tellusar (samskonar rómversk gyðja) í Róm, enda þótt Ceres og önnur skyld goð yrðu henni einnig yfirsterkari.

Höfuðþýðing Gaiu er í því fólgin, að hún getur af sér allt líf og eflir allan vöxt í ríki náttúrunnar. Hugsuðu menn sér hana fyrst og fremst sem móður, er sér öllum börnum sínum farborða af ást og umhyggjusemi. Ásamt Demetru og öðrum skyldum gyðjum heldur hún sérstaklega verndarhendi yfir æskulýðnum. Sem verndari hans var hún einkum tignuð í Aþenuborg.

Í Róm var Tellus jafnframt tignuð sem hjónabandsgyðja. Einnig voru henni færðar hátíðlegar fórnir við upphaf og endi sáningar.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Jón Gíslason, Goðafræði Grikkja og Rómverja