Gagnstrokka hreyfill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Yfirlitsmynd af gagnstrokka hreyfli.
Hreyfimynd af gagnstrokka hreyfli.

Gagnstrokka hreyfill er tegund brunahreyfils þar sem stimplarnir liggja láréttir og „boxa“ frá hver öðrum. Því eru gagnstrokka hreyflar gjarnan kallaðir boxervélar.[1] Þessi tegund er mikið notuð í einkaflugvélum en lítið í bílum vegna þess hve breiður hann er. Boxervélum má ekki rugla við tvívirkan stimpilmótor þar sem stimplarnir slá að hver öðrum.

Gagnstrokka hreyfill eru mun samþjappaðari en hefðbundnir línumótorar og hafa jafnframt mun lægri þyngdarpunkt. Þetta leiðir til þess að bílar og mótorhjól með slíka mótortegund liggja mun betur á undirlaginu; eru stöðugri í akstri. Að auki eru gagnstrokka hreyflar breiðari og dýrari í byggingu en línumótorar og eru því síður í bílum, vegna þess hve þeir þvinga hjólhreyfingar að framan.

VW Bjalla notaðist við loftkældan fjögurra strokka gagnstrokka hreyfil, en hann var staðsettur „í skottinu“ og hefur því ekki áhrif á beygjuradíus. Sömu sögu er að segja um Porsche 356 og 912. Í eldri og nýrri útgáfum Porsche 911 er notaður 6 strokka gagnstrokka hreyfil, í þeim eldri var hann loftkældur en í nýrri er vatnskæling. Gagnstrokka hreyfill er einnig í öllum bílum af tegundinni Subaru nema Subaru Justy.

Flestar einkaflugvélar hafa ýmist fjögurra- eða sex-strokka gagnstrokka hreyfla til að trufla ekki útsýn.

Heimildir og tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Edmunds.com: „Subaru Promises New Diesel as Boxer Engine Turns 40“. Sótt 3. janúar 2007.