Fara í innihald

G.E. Moore

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá G. E. Moore)
Vestræn heimspeki
Heimspeki 19. aldar/
Heimspeki 20. aldar
G.E. Moore
Nafn: George Edward Moore
Fæddur: 4. nóvember 1873
Látinn: 24. október 1958 (84 ára)
Skóli/hefð: Rökgreiningarheimspeki
Helstu ritverk: Lögmál siðfræðinnar
Helstu viðfangsefni: siðfræði, þekkingarfræði, málspeki
Markverðar hugmyndir: þverstæða Moores, villigötur veraldlegrar siðfræði
Áhrifavaldar: Gottlob Frege, F.H. Bradley, John McTaggart
Hafði áhrif á: Bertrand Russell, Ludwig Wittgenstein, J.L. Austin

George Edward Moore, venjulega þekktur sem G.E. Moore, (4. nóvember 187324. október 1958) var áhrifamikill enskur heimspekingur sem var menntaður og kenndi síðar við Cambridge-háskóla. Hann var, ásamt Bertrand Russell, Ludwig Wittgenstein og (á undan þeim) Gottlob Frege, einn af upphafsmönnum rökgreiningarheimspekinnar.

Moore er þekktastur fyrir vörn sína fyrir heilbrigðri skynsemi, fyrir siðfræði sína, og fyrir þverstæðu sem nefnd er eftir honum. Margir heimspekingar dáðust að honum og hann hafði þónokkur áhrif en er nú á dögum lítt þekktur utan fræðilegrar heimspeki. Ritgerðir Moores eru rómaðar fyrir skýrleika. Meðal frægustu rita hans eru bókin Lögmál siðfræðinnar (Principia Ethica) og ritgerðirnar „Afsönnun hughyggjunnar“ („The Refutation of Idealism“), „Til varnar heilbrigðri skynsemi“ („A Defence of Common Sense“) og „Sönnun á tilvist hins ytra heims“ („A Proof of the External World“).

G.E. Moore lést 24. október 1958. Skáldið Nicholas Moore og tónskáldið Timothy Moore voru synir hans. Moore var mikilvægur meðlimur í leynisamtökunum Cambridge-postulunum.

Frekari fróðleikur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Levy, Paul, Moore: G.E. Moore and the Cambridge Apostles (1979).