Fara í innihald

Gúrú

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gúrú og lærlingur á púnjabískri mynd frá 18. öld.

Gúrú (sanskrít: गुरु, „meistari“, „kennari“, „leiðbeinandi“) er meistari og kennari í hindúasið, búddisma, jaínisma og síkisma. Í þessum trúarbrögðum er gúrúinn meira en kennari. Hann kemur fram sem andlegur leiðtogi lærlinga sinna sem hann á að leiða til andlegs þroska sem gúrúinn sjálfur er talinn hafa náð. Hann er þeim fyrirmynd með líferni sínu og uppspretta innblásturs.

Í Vedaritunum sem lýsa samfélagi Indlandsskaga á 1. árþúsundinu f.o.t. er talað um gúrúa og gúrúskóla sem kenna texta hindúasiðar. Námsefnið er allt frá trúarlegri og andlegri þekkingu að ýmis konar handverki, bardagalistum og tónlist. Raðir gúrúa þar sem einn tekur við af öðrum eru grundvöllur varðveislu tiltekinna hefða víða á Indlandi. Tíu fyrstu andlegu leiðtogar síka eru titlaðir „gúrú“.

  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.