Góðu keisararnir fimm

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Góðu keisararnir fimm stundum nefndir kjörkeisararnir (því þeir voru kjörsynir keisaranna á undan sér) voru fimm keisarar Rómaveldis sem voru við völd frá árinu 96 til 180. Þeir voru Nerva, Trajanus, Hadríanus, Antoninus Pius og Markús Árelíus. Þeir voru þekktir fyrir hófstillta stjórn sína, ólíkt sumum forverum sínum sem sýndu á stundum tilburði til harðstjórnar og kúgunar. Valdatími þeirra var hápunktur velmegunar Rómaveldis.

Þessi tími í sögu Rómverska keisaradæmisins er ekki síst eftirtektarverður vegna átakalausra valdaskipta. Hver og einn keisaranna fimm valdi sér kjörson og útnefndi hann eftirmann sinn. Markús Árelíus útnefndi son sinn, Commodus, en sumir sagnfræðingar telja að hnignum Rómaveldis hafi hafist á valdatíma hans.

Tímaás[breyta | breyta frumkóða]

Marcus AureliusAntoninus PiusHadrianusTrajanusNerva

Myndasafn[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.