Gísli Óskarsson
Gísli Jóhannes Óskarsson (f. 18. desember 1949) í Vestmannaeyjum) er íslenskur líf- og jarðfræðingur
Hann lauk hefðbundinni skólagöngu í Vestmanneyjum, en þaðan lá leiðin til Reykjavíkur og lauk hann þar kennaraprófi árið 1970, stúdentsprófi 1971 og stundaði svo líffræði- og jarðfræðinám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn 1973.
Gísli skipulagði og sá um uppgræðsluna á Heimaey í kjölfar jarðeldanna í Heimaey 1973.
Auk kennslu hefur Gísli unnið að rannsóknum á klaki og viðkomu loðnu (sbr. kvikmynd um loðnu hjá Námsgagna-stofnun) en einnig rannsakað neðansjávarhljóð sem þykkvalúra gefur frá sér og áhrif hljóðsins á ýmsar fisktegundir.
Gísli hefur umtalsverða starfsreynslu sem kennari í grunnskóla og framhaldsskóla, en einnig á sviði kvikmyndagerðar. Árabilið 1985 - 1988 sótti hann ýmis námskeið í kvikmynda- og þáttagerð, svo sem TV Inter Ísland 1985, KKR í Danmörku 1987 og IMM í Belgíu 1988.
Hann vann að rannsóknum á veiðiþoli lundastofns á afmörkuðu svæði og atferli lunda í holu. Áfangaskýrsla rannsóknanna verið gefin út auk 19. mínútna kvikmynd um hluta rannsóknanna árið 2004.
Gísli hefur verið fréttaritari Sjónvarpsins og Stöðvar 2 frá árinu 1988. Hann hefur einnig framleitt 10 kvikmyndir, heimildamyndir og fræðslumyndir, lengd þeirra er frá 8 mín. til 60 mín.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Vefsíða Gísla Geymt 3 nóvember 2004 í Wayback Machine