Fara í innihald

Fáni Mið-Afríkulýðveldisins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
hlutföll: 3:5

Fáni Mið-Afríkulýðveldisins var tekinn í notkun 1. desember 1958. Var fáninn teiknaður af Barthélemy Boganda, áður forseta sjálfstjórnarsvæðisins Oubangui-Chari. Hann setti saman liti hins þrílita; fána bláan, hvítan og rauðan; við panafrísku litina rauðan, grænan og gulan.

Árin 1976-1979, undir Keisaradæmi Mið-Afríku, var fáninn óbreyttur, en það var gerður sérstakur fáni fyrir keisarann Jean-Bédel Bokassa. Sá fáni var ljósgrænn með gyltum erni framan við 20-odda stjörnu, bersýnilega undir áhrifum frá keisarafána Napóleons.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Central African Empire, 1976-1979Flags of the World