Fara í innihald

Fyrstu hundrað dagarnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fyrstu hundrað dagarnir er hugtak sem notað er í stjórnmálum um fyrstu hundrað daga einstaklings í hátt settu embætti. Algengast er að tala um hugtakið í tengslum við upphaf embættistíðar nýs forseta Bandaríkjanna en sérfræðingar tala um að stefna forsetans fyrstu hundrað daganna sé lýsandi fyrir hvernig forsetatíð viðkomandi á eftir að verða.[1] 29. apríl er eitt hundraðasti dagurinn eftir að forseti tekur við embætti þann 20. janúar tveimur og hálfum mánuði eftir reglubundnar forsetakosningar.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „The first 100 days: When did we start caring about them and why do they matter?“. Brookings (bandarísk enska). Sótt 26. nóvember 2024.