Fyrsti vetrardagur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fyrsti vetrardagur er fyrsti laugardagur að lokinni 26. viku sumars (eða 27. viku sumars sé um sumarauka að ræða). Hann er fyrsti dagur fyrsta vetrarmánaðarins gormánaðar, í gamla norræna tímatalinu.

Fyrsta vetrardag ber upp á 21.-27. október, nema í rímspillisárum, þá 28. október. Í gamla stíl var vetrarkoman 10.-17. október ef miðað er við föstudag.

Fyrsti vetrardagur á næstu árum[breyta | breyta frumkóða]

 • 2023 - 28. október (rímspillisár)
 • 2024 - 26. október
 • 2025 - 25. október
 • 2026 - 24. október
 • 2027 - 23. október
 • 2028 - 21. október
 • 2029 - 27. október
 • 2030 - 26. október
 • 2031 - 25. október
 • 2032 - 23. október
 • 2033 - 22. október
 • 2034 - 21. október
 • 2035 - 27. október
 • 2036 - 25. október
 • 2037 - 24. október

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]