Fara í innihald

Fundur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fundarsalur þar sem fundir eiga sér stað.

Fundur er formlegur atburður þar sem fólk kemur saman til að mæla um sérstakt atriði. Fundir eru oft haldnir í viðskiptum og stjórnmálum til þess að taka ákvarðanir svo að allir geti sagt skoðanir sínar og gefið hugmyndir. Nú á dögum geta fundir farið fram í síma (símafundur) eða á netinu (veffundur) með nútímatækni, vegna þess að fólk getur talað saman án þess að vera á sama stað. Í dag eru fundir geysilega hversdagslegir og er oft sagt að fundir sem eru ekki skipulagðir og framkvæmdir vel geti verið tíma- og auðlindasóun.

Oft er skrifuð fundarskrá fyrir setningu fundar sem telur þau atriði sem til umræðu skulu vera. Meðan á fundi stendur er oft haldin fundargerð sem skrásetur allt sem er rætt. Yfirleitt eiga viðskiptafundir sér stað í fundarsal sem er sérstakur salur í byggingu með borði, stólum og aðstöðu eins og myndbandssýningarvél og töflu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.