Fuglasafn Sigurgeirs

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Fuglasafn Sigurgeirs er náttúrugripasafn á Ytri-Neslöndum í Mývatnssveit. Safnið á alla íslenska varpfugla, að undanskildum haferni og þórshana. Í sýningarsalnum eru nú um 280 uppstoppaðir fuglar og 300 egg til sýnis.

Fuglasafnið var byggt upp af Sigurgeiri Stefánssyni (1962-1999) og reistu aðstandendur hans safnhúsið í minningu hans með aðstoð fjölmargra einstaklinga og fyrirtækja.