Frumorkugjafi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frumorkugjafi allra lífvera er sólin. Plöntur beisla orku sólarinnar og nýta hana til þess að framleða fæðuefni. Sum dýr nærast á plöntum og hagnýta sér þannig þá orku sem plönturnar beisluðu og bundu í fæðuefnum sínum. Önnur dýr lifa síðan á plöntuætunum. Með þessu móti berst orka sem komin er frá sólu milli lífvera.