Fara í innihald

Frumþáttun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frumþættir tölunnar 42 eru 2, 3 og 7.

Frumþáttun er þáttun, sem felst í að finna alla frumþætti heiltölu, þ.e. allar frumtölur, sem ganga upp í tölunni.

Til að frumþátta tölu, þá er deilt með öllum frumtölum minni en kvaðratrót tölunnar. Ef heil tala kemur út úr einhverri deilingunni, þá er haldið áfram að deila í niðurstöðuna þangað til ekki er hægt að fá heila tölu. Ef engin heil tala kemur út úr deilingunni, þá er talan frumtala.

Samsettar tölur eru allar þær tölur sem eru margfeldi af 2 eða fleiri frumtölum.

Dæmi um frumþáttun

[breyta | breyta frumkóða]

24/2 = 12

12/2 = 6

6/2 = 3

3/2 = 1,5 (ekki heil tala)

3/3 = 1

Frumþættir tölunnar 24 eru því 2, 2, 2 og 3.

765/2 = 382,5 (ekki heil tala)

765/3 = 255

255/3 = 85

85/3 = 28,33 (ekki heil tala)



85/5 = 17

17 er frumtala

Frumþættir tölunnar 765 eru því 3, 3, 5 og 17.