Edinburgh Festival Fringe
Útlit
(Endurbeint frá Fringe-hátíðin)
Edinburgh Festival Fringe (einnig kallað The Fringe eða Edinburgh Fringe, eða Edinburgh Fringe Festival ) er stærsta sviðslistahátíð heims. Árið 2018 stóð hún í 25 daga með yfir 55.000 sýningar á 3.548 mismunandi uppfærslum á 317 stöðum. Hátíðin var stofnuð árið 1947 sem valkostur við Edinborgarhátíðina og fer fram árlega í Edinborg í Skotlandi í ágústmánuði. The Fringe er orðin leiðandi listahátíð á heimsvísu. Aðeins Ólympíuleikarnir og heimsmeistaramót FIFA standa henni framar í alþjóðlegri miðasölu.[1] Viðburðurinn hefur „gert meira til að setja Edinborg í fremstu röð heimsborga en nokkuð annað“. [2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Thorpe, Vanessa (14. júlí 2019). „The comedians are ready and so are the crowds ... but where are the Edinburgh critics?“. The Observer. Sótt 12. apríl 2020.
- ↑ Dale, Michael (1988). Sore Throats and Overdrafts: An illustrated story of the Edinburgh Festival Fringe. Edinburgh: Precedent Publications: 10.