Fara í innihald

Frelsisstyttan í Kaupmannahöfn

Hnit: 55°40′27.16″N 12°33′47.90″A / 55.6742111°N 12.5633056°A / 55.6742111; 12.5633056
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

55°40′27.16″N 12°33′47.90″A / 55.6742111°N 12.5633056°A / 55.6742111; 12.5633056

Frelsisstyttan í Kaupmannahöfn

Frelsistyttan í Kaupmannahöfn er 20 m hár einsteinungur sem stendur á Vesterbrogade við aðaljárnbrautastöðina í Kaupmannahöfn, Københavns Hovedbanegård. Styttan var reist til að minnast þess þegar vistarbandið var lagt af og endurbætur gerðar í landbúnaði árið 1788. Friðrik krónprins (seinna Friðrik VI) lagði hornstein að styttunni 31. júlí 1792 og hún var tilbúin í september 1797. Styttan er á nánast sama stað of upprunalega en árið 1792 var sá staður fyrir utan borgarmúra Kaupmannahafnar.