Frómas
Útlit
Frómas er búðingur gerður úr þeyttum eggjum og rjóma með matarlími.[1] Rétturinn er sætur og loftkenndur[2] og oft er ávöxtum líkt og sítrónu og berjum bætt við. Þessi eftirréttur er algengur jólamatur á Íslandi.
Orðið kemur frá hinu franska fromage („ostur“).[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur. 1990.
- ↑ Íslensk nútímamálsorðabók. Árnastofnun.
- ↑ „fromasj“. Orðabók norsku akademíunnar (norska). Sótt 16. ágúst 2021.