Fræhvíta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fræhvíta (hvít) í hveitikorni.
Fræhvíta (hvít) í hveitikorni.

Fræhvíta (enska: endosperm) er vefur sem myndast innan í fræi blómplantna eftir frjóvgun. Fræhvítan umlykur kímið (plöntufóstrið) og sér því fyrir næringu á formi sterkju, en getur einnig innihaldið fitu eða prótein. Fræhvíta er mikilvæg fæða fyrir sum dýr. Menn nota fræhvítu í mat, til dæmis er malað hveiti gert úr fræhvítu hveitiplöntunnar, hvít hrísgrjón eru fræhvíta hrísgrjónagrassins, kókoshneta inniheldur bæði fljótandi fræhvítu (kókosmjólk) og fasta fræhvítu (aldinkjöt) og fræhvíta byggs er aðalinnihaldsefnið í bjór.

Fræhvíta er þrílitna, ólíkt flestum öðrum vefjum blómplantna, sem eru tvílitna.

  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.