Fara í innihald

Fossavatnsgangan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skíðagöngufólk gengur upp brekku
Frá Fossavatnsgöngunni 2024

Fossavatnsgangan er skíðakeppni sem haldin er á Ísafirði í apríl ár hvert. Fyrsta keppnin fór fram árið 1935, þá sem Fossavatnshlaupið, og hefur hún farið fram síðan að árunum 1949–59 undanskildum. Upprunalega hófst gangan við Fossvatn í Skutulsfirði, en seinni ár hefur hún hafist á Seljalandsdal. Flestir þátttakendur eru í 50 km. göngu með hefðbundinni aðferð, en einnig er keppt í styttri vegalengdum með hefðbundinni aðferð og frjálsri aðferð.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.