Forsetningarliður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Forsetningarliður (skammstafað sem fl. eða fsl.) er forsetning ásamt fallorðinu (eða þeim fallorðum sem forsetningin stýrir fallinu á). Forsetningar standa oftast á undan viðkomandi fallorðum.

Hlutverk þeirra er til dæmis að kveða nánar á um ýmislegt (oft staðsetningar) auk þess sem þær stýra falli. Forsetningarliðir mynda merkingarheild og verða ekki slitnir í sundur þótt orðaröðin breytist (hann kemur í dagí dag kemur hann).

Stundum gerist það að forsetning hætti að stýra falli (missi fallorð sitt). Þá er sagt að hún hætti að vera forsetning og verði að atviksorði.

  • Dæmi: Farðu úr úlpunni. (forsetningarliður) → Farðu úr. (atviksorð)
  • Dæmi: Stökktu af bílnum. (forsetningarliður) → Stökktu af. (atviksorð)

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Björn Guðfinnson (án árs). Íslensk málfræði. Námsgagnastofnun.
  • Þórunn Blöndal (1985). Almenn málfræði. Mál og menning.
  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.