Fara í innihald

Fornmenntastefna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fornmenntafræði)

Fornmenntastefna var stefna meðal íslenskra menntamanna sem einkenndist af áhuga á íslenskum fornritum sem rituð höfðu verið á miðöldum. Hingað barst fornmenntastefnan með húmanískum straumum í siðbreytingunni sem áttu uppruna sinn í Endurreisninni. Fyrsta Íslandssagan var skráð í letur af Arngrími lærða og atburðir líðandi stundar voru skráðir í annála. Farið var að safna skipulega og rannsaka gömul handrit m.a. handrit Íslendingasagna.