Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Góborð, töflur og körfur.

(e. Go) er borðspil sem tveir spila. Það er kallað wéiqí á kínversku (hefðbundin kínverska: 圍棋; einfölduð kínverska: 围棋), igo (囲碁) eða go (碁) á japönsku, og baduk á kóresku (hangúl: 바둑). Spilið á uppruna sinn í Kína löngu áður en elstu ritheimildir á 5. öld f.Kr. geta þess. Það er vinsælast í Austur-Asíu, en hefur á síðari árum notið nokkurra vinsælda annars staðar líka. Gó er þekkt fyrir að vera taktískt flókið spil þrátt fyrir einfaldar reglur.

Gó spilað af tölvum[breyta | breyta frumkóða]

Gó er talið erfiðara en skák, alla vega tókst tölvum mun síðar að ná yfirburðum yfir mönnum í þeirri grein. Það tókst með AlphaGo gervigreindarforritinu frá Google, sem síðar var endurbætt í AlphaGo Zero, og svo útvíkkað í þriðju útgáfunni undir nafninu Alpha Zero yfir í forrit sem getur lært og spilað marga sams konar leiki (þ.e. allar upplýsingar eru þekktar á borðinu), m.a. gó og skák og vinnur fólk þeim (og aðrar skáktölvur/forrit). Ólíkt hefðbundum skákforritum, notast þessi forrit við annars vegar tauganet og líka svokallaða Monte-Carlo trjáaleit (e. Monte-Carlo tree search, MCTS).

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.