Fara í innihald

Football Manager

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Football Manager (íslenska: Knattspyrnustjóri) er tölvuleikur sem felst í því að sá sem spilar leikinn er knattspyrnustjóri fótboltaliðs. Í upphafi tölvuleiks er byrjað á því að velja sjálft liðið og síðan leikmennina, hvort sem þeir eru byggðir á sönnum persónum eða tilbúningur. Þegar leikurinn hefst er svo hægt að kaupa og selja leikmenn. Knattspyrnustjórinn sér einnig um að þjálfa liðið, skipuleggja æfingar og aðra þá hluti sem venjulegir knattspyrnustjórarar gera.

Football Manager er gefinn út af Sports Interactive sem er í eigu Sega. Leikurinn var upprunalega gefinn út af Addictive Games á níunda áratugnum fyrir spectrum tölvur. Árið 2004 endurvakti Sports Interactive Football Manager nafnið eftir að slitnaði upp úr samstarfi þeirra við Eidos sem hafði ásamt þeim gefið út leikinn Championship Manager til margra ára.

Wikipedia
Wikipedia
  Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.