Fara í innihald

Flöguberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eiginlegt flöguberg er oft notað í þakplötur
Flöguberg skorið niður

Flöguberg er berg sem hefur myndast þannig að deigt berg eða seigfljótandi bergkvika aflagast í spennusviði þannig að efnið skríður til eftir ákveðnum skriðflötum og klofnar niður í flögur.

Eiginlegt flöguberg er setberg sem hefur umkristallast og klofnað eftir flötum sem venjulega er þakið glimmer kristöllum. Slíkt berg er t.d. notað í þakplötur. Flöguberg sem hefur myndast á þannig hátt finnst ekki á Íslandi.

Flögótt berg á Íslandi er yfirleitt líparít (rýólít) en bráð þess er svo seigfljótandi að það myndar flæðimynstur sem klofna í flögur. Mikið af slíku bergi er í Drápuhlíðarfjalli á Snæfellsnesi og Hellnum á Snæfellsnesi. Sumar tegundir af blágrýti brotna í flögur þegar í berginu er flæðimynstur sem myndaðist þegar hálfstorkin bráð var á hreyfingu.

Eiginlegt flöguberg og flögótt rýólít eru þannig að skriðfletirnir sem bergið klofnar um eru vatnsríkari en aðrir hlutar bergsins. Þar myndast glimmer sem er mjög lint og kleyft og inniheldur vatn.

Íslenska flögubergið var fyrrum notað í þök torfbæja í sumum landshlutum og í seinni til að klæða veggi og arna í húsum.

  • „Hvar á landinu er helst að finna flöguberg?“. Vísindavefurinn.