Drápuhlíðarfjall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Drápuhlíðarfjall

Drápuhlíðarfjall er 527 m hátt fjall nálægt Stykkishólmi á Snæfellsnesi. Fjallið er afar litskrúðugt. Í því er bæði basalt og líparít. Surtarbrandur er þar milli blágrýtislaga og steingerðir trjábolir. Einnig er þar mikið um brennisteinskís og ýmsa sérkennilega steina, jaspis og glerhalla. Um tíma var haldið að gull væri í fjallinu og heitir þar Gullberg.[1] Í fjallinu er mikil steinnáma og vinsælt var að taka flöguberg úr Drápuhliðarfjalli og nota í arinhleðslur og veggi en slík grjóttaka er nú bönnuð. Þar hafa fundist surtarbrandsleifar og steinrunnir gildir trjábolir.

Nálægir staðir[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • „Vesturland - Afþreying og staðir“. Sótt 8.júlí 2010.
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.