Flughræðsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Flughræðsla er ótti við að vera í flugvél, eða öðru svipuðu farartæki eins og þyrlu, meðan á flugi stendur. Flughræðsla getur komið fram sem sérstök fælni eða verið tengd öðrum fælnum eins og innilokunarfælni eða lofthræðslu. Flughræðsla getur líka stafað af víðáttufælni. Flughræðsla telst einkenni frekar en sjúkdómur en orsakir hennar eru mismunandi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.