Fara í innihald

Flokkaspjall:Samlokur (matargerð)

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ætti þessi flokkur ekki frekar að heita Flokkur:Samlokkur en hinn flokkurinn (þ.e. Flokkur:Samlokur) að heita eitthvað annað (t.d. Flokkur:Samlokur (líffræði))? Greinin Samloka fjallar jú eins og hún ætti að gera um brauð með áleggi. --Cessator (spjall) 27. mars 2012 kl. 21:17 (UTC)[svara]

Dýr eins og kræklingur sem dæmi heitir samloka og grein um þá tegund dýra þarf því líka að heita samloka(samlokur) sem og flokkurinn. Ég var að vinna í grein þar sem ég tengdi óvart í matinn samloka svo ég sá að einhvernvegin yrði að aðgreina þetta. Hef enga sérstaka skoðun á því hvor flokkurinn/greinin er aðgreind, bara meðan þær eru aðgreindar á einhvern hátt. Þið mér reyndari verðið að leggja mat á það hvað ykkur þykir eðlilegast að gera til aðgreiningar. Kanski aðgreina þær báðar með svigamerkingu frekar en bara aðra? Bara pæling. Bragi H (spjall) 28. mars 2012 kl. 08:44 (UTC)[svara]
Gæti sú grein ekki heitið „Samloka (líffræði)“ og flokkurinn „Flokkur:Samlokur (líffræði)“ eða „Flokkur:Samlokur (ættbálkur)“? Algengasta merking orðsins „samloka“ er jú einhver gerð tveggja brauðsneiða með áleggi á milli og um það fjallar líka greinin „samloka“ (án sviga). Þess vegna virðist mér eðlilegast að hún sé aðalgreinin í flokknum „Flokkur:Samlokur“ (án sviga). En já, það ættu kannski fleiri að leggja mat (ha ha) á þetta. --Cessator (spjall) 28. mars 2012 kl. 16:39 (UTC)[svara]
Núna eru greinarnar/flokkarnir aðgreindar með eintölu og fleirtölu, það er samloka (matargerð) og hinsvegar samlokur (ættbálkurinn). Hvort báðar ættu að vera svigamerktar veit ég ekki en eintala og fleirtala finnst mér ekki nóg aðgreining. Og já, gott væri ef fleiri vildu leggja „mat“ á þetta :) Bragi H (spjall) 28. mars 2012 kl. 17:44 (UTC)[svara]
Það er líka annað svona svipað dæmi sem er greinin Skelfiskur (skráður undir matur) en skeldýr (úr flokkunarkerfinu) vísar á hana. Þarna þarf að semja sér grein um skeldýr og spurning um að báðar séu merktar að fólk gæti verið að leita að hinni því samkvæmt orðabókum þýðir skeldýr og skelfiskur það sama, það er dýrin sem dýr undir dýrafræði en ekki matur. Bragi H (spjall) 28. mars 2012 kl. 17:49 (UTC)[svara]
Nei, einungis greinarnar eru aðgreindar með eintölu/fleirtölu. Það er líklega eðlilegt af því að líffræðigreinin fjallar um líffræðilegan flokk en ekki tegund og á því að vera í fleirtölu en hinn greinartitillinn, þ.e. um matinn, er í eintölu eins og titlar eiga almennt og yfirleitt að vera. Flokkarnir eru hins vegar báðir í fleirtölu (eins og eðlilegt er) en aðgreindir með því að annar þeirra hefur sviga. Mér finnst að hann ætti ekki að hafa þann sviga, heldur hinn flokkurinn sem nú hefur ekki sviga. --Cessator (spjall) 28. mars 2012 kl. 17:54 (UTC)[svara]
Þar sem ekki fleiri hafa tjáð sig um málið og ég hef enga skoðun aðra en að það þurfi að greina þarna á milli, á ég þá ekki bara að breyta þessu í fyrramálið ef engin hefur tjáð sig í millitíðinni? En varðandi hitt, skelfisk/skeldýr, hefur þú einhverja skoðun á því hvernig best er að snúa sér í því? Bragi H (spjall) 28. mars 2012 kl. 18:04 (UTC)[svara]
Það liggur svo sem ekkert á. Kannski aðrir tjái sig hérna, nú þegar þessari spjallsíðu hefur verið breytt nokkrum sinnum :) En, nei, ég hef enga skoðun á þessu með skelfisk/skeldýr. --Cessator (spjall) 28. mars 2012 kl. 18:15 (UTC)[svara]
En hversu mikið mál er það ef nafni flokks er breitt, þarf þá ekki að fara inn á hverja síðu greina og breyta þeim líka handvirkt? Þar sem ég er að vinna í því þessa dagana að skrifa um lindýr sem finnast í fjörum og samlokur þar á meðal, hef einnig verið að skrifa um kuðunga og bæta flokkunina á þeim í leiðinni, þá væri betra ef hægt væri að breyta þessu fyrr en seinna ef við ákveðum að breyta þessu á annað borð. Samt skipta nokkrir dagar svo sem engu máli, ég er ekki að skrifa þetta svo hratt. Bragi H (spjall) 29. mars 2012 kl. 09:07 (UTC)[svara]