Fara í innihald

Fljótsheiði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fljótsheiði við Goðafoss í fjarska

Fljótsheiði er víðáttumikið heiðaflæmi í Suður-Þingeyjarsýslu, á milli Bárðardals að vestan og Aðaldals og Reykjadals og síðan Mývatnsheiðar að austan. Hringvegurinn liggur yfir heiðina, frá Fosshóli í Bárðardal að Breiðumýri í Reykjaldal.

Heiðin er láglend og víðast vel gróin, nokkuð mýrlend, einkum að norðanverðu, en sunnan til á heiðinni er sumstaðar nokkur uppblástur. Allmargir bæir voru áður í heiðinni og dölum sem inn í hana ganga. Flestir þeirra byggðust upp á 19. öld, oft þar sem áður höfðu verið sel frá bæjunum niðri í dölunum. Sumir bæjanna voru í byggð fram á 20. öld en þeir eru nú allir komnir í eyði.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.