Flekkusótt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útbrotataugaveiki.

Flekkusótt (typhus) er hópur smitsjúkdóma af völdum bakteríusýkinga. Einkenni eru hár hiti, höfuðverkur og útbrot sem byrja vanalega einni til tveimur vikum eftir smit.[1][2]

Flekkusótt nær yfir eftirfarandi sjúkdóma:

  • Útbrotataugaveiki, sem er af völdum Rickettsia prowazekii bakteríunnar og dreifist með lúsum sem lifa á mönnum.
  • Kjarrflekkusótt, sem er af völdum Orientia tsutsugamushi bakteríunnar og berst með mítlum.
  • Rottuflóaflekkusótt, sem er af völdum Rickettsia typhi bakteríunnar sem dreifist með flóum sem lifa á rottum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Typhus fevers home | CDC“. Centers for Disease Control and Prevention (bandarísk enska). 13. nóvember 2020.
  2. „Typhus fevers for healthcare providers | CDC“. Centers for Disease Control and Prevention (bandarísk enska). 29. mars 2021.