Fara í innihald

Flathausahumar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flathausahumar

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Krabbadýr (Crustacea)
Ættbálkur: Skjaldkrabbar (Decapoda)
Ætt: Spaðahumrar (Scyllaridae)
Ættkvísl: Thenus orientalis
Tegund:
T. orientalis

Tvínefni
Thenus orientalis
(Lund, 1793)

Flathausahumar (fræðiheiti: Thenus orientalis) er humar sem er í flokki stórkrabba. Hann er af ættum spaðahumra og ættbálki skjaldkrabba.

Útlit og vöxtur[breyta | breyta frumkóða]

Flathausahumarinn er eins og nafnið segir til um mjög flatur að framan, en fremsti hluti hans er eins og spaði. Hann gerður orðið allt að hálft kíló að þyngd og 10 til 25 cm að lengd þó algeng lengd hans sé um 16 cm. Hámarkslengd höfuðbols hans er um 8 cm.

Flathausahumarinn er fölgulbrúnn á litinn með rauðbrúnum blettum. Ef litið er undir hann er hann fölgulbrúnn á efrabol og brúnlitaður á neðra bol. Undir efri bol hans felur hann útlimi sína og tennur. Augu hans er að finna ofan á hausnum.

Útlit flathausahumars

Veiðar[breyta | breyta frumkóða]

Flathausahumar heldur sig oftast á 8 til 70 m dýpi, stundum niður á 100 m dýpi en þó er algengast að hann haldi sig á 10 til 50 m dýpi. Hann kýs mjúkt undirlag eins og sand eða leðju og jafnvel blöndu af þessu tvennu og hitastig í kringum 28°C. Einnig á hann það til að velja sér undirlag með skeljum eða möl. Í dagsbirtu grefur hann sig ofan í undirlagið og sjást þá aðeins augu og þreifarar hans.

Best þykir að veiða hann með trolli eða gildrum. Flathausahumarinn veiðist vítt og dreift um Indó-Vestur Kyrrahafssvæðinu, en hann finnst á stöðum eins og á austurströnd Afríku, Arabíuflóa austan til Kína, Suður-Japan, Filippseyjum, Indónesíu og Ástralíu. Á þessum stöðum veiðist ekki mikið af honum þar sem hann er svo dreifður. Flathausahumarinn er þó mest veiddur í Filippseyjum. Veiðar á honum hafa þó ekki verið miklar síðan í kringum árið 2000 þegar veitt voru í kringum 12 tonn af honum. Um 2001 (sjá línurit) hrakaði veiðum all verulega og aðeins hefur verið veitt í kringum 2 til 6 tonn frá árunum 2001 til 2010.

Flathausahumarinn er fáanlegur á markaði í Sydney í Ástralíu, Tævan allt árið um kring en þó mest af honum í kringum mars til ágúst. Á Filippseyjum er einnig hægt að fá hann allt árið um kring en þar er hann seldur á lægra verði en aðrir humrar því kjötið á flathausahumrinum er sagt ekki vera eins gott eins og á öðrum humrum, en þó allt í lagi að borða það. Venja er að selja flathaushumarinn ferskan eða frosinn.

Veiðisvæði flathausahumars

Hrygning[breyta | breyta frumkóða]

Flathausahumarinn hryggnir tvisvar sinnum á einu ári, annars vegar í kringum febrúar og mars og hins vegar í kringum júní og ágúst. Eggin geymir hann undir bol sýnum þar sem þau þroskast svo á 3 mánuðum áður en þau klekjast síðan út. Þegar þau klekjast út fæðir humarinn þau á hreyfingu.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „IUCN Red list“. Sótt 15. mars 2019.
  • „Marine Species“. Sótt 15. mars 2019.
  • „Qatar e-Nature“. Sótt 15. mars 2019.
  • „Research Gate“. Sótt 15. mars 2019.
  • „Sealife Base“. Sótt 15. mars 2019.
  • „WoRMS“. Sótt 15. mars 2019.