Fara í innihald

Flæmingjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Flamingófuglar)
Flæmingjar
Karíbahafsflæmingi (Phoenicopterus ruber), með síleflæmingja (P. chilensis) í bakgrunni
Karíbahafsflæmingi (Phoenicopterus ruber), með síleflæmingja (P. chilensis) í bakgrunni
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Phoenicopteriformes
Fürbringer, 1888
Ætt: Phoenicopteridae
Bonaparte, 1831
Ættkvísl: Phoenicopterus
Linnaeus, 1758

Flæmingjar eða flamingófuglar (fræðiheiti: Phoenicopterus) eru ættkvísl háfættra, hálslangra og litríkra fugla. Þeir eru flokkaðir sem sérstakur ættbálkur en hafa áður verið flokkaðir með storkfuglum (Ciconiiformes) og eru taldir skyldastir þeim og gásfuglum. Til ættkvíslarinnar teljast sex tegundir fugla, tvær í Gamla heiminum og fjórar í Nýja heiminum. Rauðflæmingi og karíbahafsflæmingi eru stundum álitnir vera tvær deilitegundir sömu tegundar.

Tegundir
Tegund Staður
Rauðflæmingi (P. roseus) Gamli heimurinn Í hlutum Afríku, Suður-Evrópu og Suður- og Suðvestur-Asíu (útbreiddasta tegundin).
Litli flæmingi (P. minor) Afríku (t.d. Sigdalnum mikla) til norðvesturhluta Indlands (fjölmennasta tegundin).
Roðaflæmingi (P. chilensis) Nýi heimurinn Sunnarlega í Suður-Ameríku.
Dalaflæmingi (P. jamesi) Hátt í Andesfjöllum í Perú, Síle, Bólivíu, Ekvador og Argentínu.
Fjallaflæmingi (P. andinus) Hátt í Andesfjöllum í Perú, Síle, Bólivíu og Argentínu.
Karíbahafsflæmingi (P. ruber) Í Karíbahafi og á Galapagoseyjum.
  • „Hvað getið þið sagt mér um flæmingja?“. Vísindavefurinn.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.