Fjarskoðun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Fræðimenn byrjuðu fyrst að skoða dulræn fyrirbrigði um miðja nítjándu öldina. Frumkvöðlar á þessu sviði voru fræðimenn eins og Michael Faraday, Alfred Russel Wallace, Rufus Osgood Mason og William Crookes. Verk þeirra beindi sjónum sínum aðallega að tilraunum á sérstökum einstaklingum sem voru taldir gefnir dulrænum öflum. Fréttir af hugsanlegum árángursríkum tilraunum voru teknar með miklum efasemdum af vísinda samfélaginu.

Fjarskoðun er hæfileiki sem er gagnlegur til þess að safna upplýsingum um hluti sem eru fjarlægir eða hafa ekki verið áður séðir með berum augum. Til þess er notað dulræn aðferð auka-athyglis skynjun eða skynjun með huganum. Venjulega er fjarskoðunaranum ætlað að gefa upplýsingar um huti sem eru faldir líkamlegri skynjun og er skilið að með fjarlægð. Heitið var fyrst sett fram af dulsálfræðingunum Russell Targ and Harold Puthoff árið 1974.

Fjarskoðun var vinsæl á tíunda áratugnum, eftir að áður leynd skjöl voru gerð opinber. Þessi skjöl vörðuðu Stjörnuhliðs Áætlunina, 20 milljón dollara rannsóknarverkefni sem Bandarísk stjórnvöld styrktu til að ganga úr skugga um hugsanlega hernaðarlega beitingu á þessu dulræna fyrirbrigði. Bundið var enda á rannsóknarverkefnið árið 1995, þar sem áætlunin hafi ekki skilað tilætluðum árangri og að efast var um mikilvægi þess til leyniþjónustu vettvangsins.

Fyrstu rannsóknum voru lofað þar sem þær voru taldar hafa bætt aðferðarfræðina á fjarsýnina og lyft mælikvarðanum á tilraununum til framtíðar. Aftur á móti var það gagnrýnt að upplýsingar lækju óvart til þátttakanda með vísbendingum. Aðrar seinni tilraunir sýndu neikvæðar niðurstöður þegar þessar vísbendingar voru teknar úr rannsókninni.

Fjarskoðun, eins og önnur form af auka-athyglis skynjun, er oftast litið á sem gervivísindi þar sem niðurstöðurnar þykja of líkar og vegna þess hve rannsóknirnar sýna ekki nægjanlega haldbærar niðurstöður.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]