Afréttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Afréttur er heiðarland notað til að beita búfé að sumri, svo sem sauðfé og hrossum. Þessi svæði eru friðuð fyrir beit á vetrum, vorum og seinnipart hausts og er það gert með því að smala afréttinn. Smalamenn kallast fjallmenn sunnan heiða en gangnamenn norðan heiða.

Á Íslandi eru flestir afréttir inni á miðhálendinu en einnig eru afréttir milli dala og fjarða á Norður- og Vesturlandi. Sums staðar á Norðurlandi er orðið haft í kvenkyni og talað um afréttina. Það á til að mynda við Sveinsstaðaafrétt í Skíðadal.