Fjaðraherfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Séð aftan á fjaðraherfi

Fjaðraherfi er herfi með S-laga tinda sem brjóta niður torf og aðra köggla við jarðvinnslu. Þegar ekið er á tilteknum hraða, sem gefinn er upp hjá framleiðanda, kemur titringur á tindana (fjaðrirnar) sem nýtist til að brjóta niður misfellur í flagi. Það samanstendur einnig af litlu jöfnunarborði og litlum jarðvalta aftast til að slétta sáðbeðið.

Tindarnir eru að mismunandi gerðum og stífleika og er hægt að stjórna innfallshorni þeirra eftir því hvernig á að vinna jarðveginn. Þau vinna fyrir eigin þyngd, þ.e. þau eru tengd á þrítengisbeisli dráttarvélarinnar. Aflþörf frá dráttarvél er misjöfn milli jarðvegstegunda en algeng regla er að það þurfi 10 kW á hvern metra vinnslubreiddar.