Fjörulalli
Fjörulalli er kynjadýr sem umtalað er í íslenskum þjóðsögum. Fjörulalli gengur stundum á land og er þá helst á ferli að næturlagi en hún heldur sig helst í sjónum. Önnur heiti eru fjörudýr, fjörulabbi, lalli og skeljalabbi eða skeljalalli. Oftast sjást til fjörulalla á Breiðafirði og Vestfjörðum, og nokkur dæmi eru um að sést hafi til þeirra á Norðurlandi.[1]
Fjörulallar voru yfirleitt ekki taldir sérstaklega hættulegir, nema ef þeir kæmust í sauðfé, þá áttu þeir til að rífa undan kindunum júgrin. Sumar heimildir segja að fjörulallinn sé settur hrúðurköllum og skeljum, og því skrjáfi í honum þegar hann hreyfi sig. Óléttar konur eru sagðar þurfa að vara sig sérstaklega á fjörulöllum, þar sem þeir geti skaddað fóstrið í móðurkviði.
Fjörulalla hefur verið lýst svo í frásögu í tímaritinu Breiðfirðingur 1. tbl. 1991:
“Skepnan var rétt neðan undir stofuglugganum svo birtan frá glugganum féll á hana. Hún stóð þá upp svo við sáum greinilegaalla lögun á henni. Hún var svört eða mjög dökk, loðin og lubbaleg, stutt og digur og engin rófa eða hali; segja má að hún hafi verið kassalöguð á skrokkinn. Hálsinn var mjög stuttur, hausinn lítill og hnöttóttur og eins og kýttur við búkinn. Niður úr lubbanum voru fjórir loðnir fætur og ekki hærri en sem svarar þverhönd.”[2]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Jón Árnason, Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, þriðja bindi. Reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga, 1954.
- Jón Baldur Hlíðberg og Sigurður Ægisson. Íslenskar kynjaskepnur. Reykjavík: JPV útgáfa, 2008.
- Þorvaldur Friðriksson, 2023. Skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi. Söguútgáfan, ISBN 9789935312099
- ↑ „Hvað er fjörulalli?“. Vísindavefurinn. Sótt 21. desember 2024.
- ↑ https://timarit.is/page/7020741#page/n111/mode/2up