Fjárborg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Fjárborg er hringlaga byrgi hlaðið úr torfi eða grjóti sem notuð var fyrr á öldum til að skýla sauðfé á vetrum. Oftast voru aðeins háir veggir á fjárborgum en stundum voru þær hlaðnar með hvolftu þaki. Aðeins ein dyr var og aðeins fjárgengar. Fjárborgir voru algengastar á Suðurlandi.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Jónas Jónsson, Landbúnaðarsaga Íslands, 3. bindi, bls. 12, Skrudda, 2013