Filippus 2. hertogi af Orléans
Útlit
Filippus 2. af Orléans, almennt þekktur sem ríkisstjórinn (fæddur 2. ágúst 1674 í Saint-Cloud og dó 2. desember 1723 í Versölum) var ríkisstjóri Frakklands á meðan Loðvík 15. Frakklandskonungur var ólögráða.
Filippus var sonarsonur Loðvíks 13. og sonur Filippusar 1. hertoga af Orléans, yngri bróður Loðvíks 14. Frakklandskonungs. Hann var hertogi af Chartres þá hertogi af Orléans (1701), hertogi af Valois, hertogi af Nemours og hertogi af Montpensier. Tímabil stjórnar hans, sem stóð frá 1715 til 1723, er kallað ríkisstjóratímabilið, eða la Régence.
Langalangabarnabarn hans í beinan karllegg var Loðvík Filippus, síðasti konungurinn sem ríkti í Frakklandi.
Þetta æviágrip sem tengist sagnfræði og Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.