Ferdinand og Ísabella
Útlit
Ferdinand og Ísabella eða kaþólsku konungshjónin (spænska: Los Reyes Cátolicos) á við um Ísabellu I af Kastilíu og Ferdinand II af Aragon. Þau eru jafnan talin stofnendur spænska konungsríkisins með giftingu sinni 1469. Þau luku því verki að vinna Spán frá márum (Reconquista) með því að leggja undir sig Granada 1492. Þau fengu hvort um sig titilinn „kaþólskur konungur“ frá Alexander VI páfa. Þau fjármögnuðu einnig ferðir Kólumbusar og annarra til Nýja heimsins sem jók enn á veldi þeirra og efldi stöðu þeirra í Evrópu.