Fasta
Útlit
Fasta eða föstuhald felst í því að neita sér um suman eða allan mat í lengri eða skemmri tíma. Hún getur verið gerð til heilsubótar, en í trúarbrögðum er hún yfirleitt gerð í yfirbótarskyni.
Kristni
[breyta | breyta frumkóða]Föstuhald er ekki með einu móti í kristnum sið. Á seinni árum er föstuhald einna mest í rétttrúnaðarkirkjum, meðan ýmsar kirkjudeildir gera engar kröfur um föstuhald. Það er vikið að þessu meðal annars í Matteusarguðspjalli 9.15, Markúsarguðspjalli 2.20 og Lúkasarguðspjalli 5.35.
Bahá'í
[breyta | breyta frumkóða]Bahá'íar fasta frá sólarupprás til sólseturs í 19 daga í mánuðinum Ala (1. eða 2. mars–19. eða 20. mars). Bahá'íar sem eru mjög norðarlega eða sunnarlega, þar á meðal Íslendingar, mega fasta frá sex að morgni til sex á kvöldin.